Fjórar vélar Flugleiða gátu ekki lent í Keflavík
Fjórar Boeing 757 vélar Flugleiða, sem lenda áttu í Keflavík í morgun, urðu frá að hverfa þar sem bremsuskilyrði á flugbrautunum voru léleg vegna snjókomu og hitastigs. Tvær vélanna lentu því á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kl. sjö. Þá lenti fraktvél á Egilsstöðum og fjórða vélin lenti svo á Akureyri á áttunda tímanum.
Heimild: Morgunblaðið á Netinu
Heimild: Morgunblaðið á Netinu