Fjórar United Airlines vélar samtímis í Keflavík
Fjórar flugvélar United Airlines voru samtímis á Keflavíkurflugvelli í dag. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem svo margar flugvélar frá þessu heimsþekkta flugfélagi eru samtímis á Keflavíkurflugvelli.Flugvélarnar voru í ferjuflugi frá Evrópu til Ameríku. Um var að ræða glænýjar Airbus 320 vélar sem United Airlines voru að fá afhentar frá verksmiðju. Þetta kann að hljóma furðulega í tali um samdrátt í flugsamgöngum en þessi flugvélakostur var pantaður fyrir nokkrum árum og pantanir á svona gripum eru ekki afturkallaðir þegar vélarnar eru nær tilbúnar á „færibandinu“.
Tvær flugvélar United Airlines voru notaðar í árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september sl.
Tvær flugvélar United Airlines voru notaðar í árásum hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september sl.