Fjórar franskar herflugvélar á leiðinni
Fjórar franskar Mirage 2000 herflugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á eftir eða upp úr kl. 11. Þeim er ætlað að hafa eftirlit með íslensku lofthelginni. Fylgdarlið sveitarinnar telur um 120 manns.
Vélarnar verða hér fram í lok júní samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar og NATO. Samkvæmt því skiptast Frakkar, Bandaríkjamenn, Danir, Pólverjar og Spánverjar á um að hafa eftirlit með lofthelginni næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem aðrir en Bandaríkjamenn hafa eftirlit með íslenskri lofthelgi.
Sjá nánar hér