Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórar ferðir á dag fyrir Vogabúa
Fimmtudagur 14. júlí 2011 kl. 15:04

Fjórar ferðir á dag fyrir Vogabúa

Nú standa yfir viðræður bæjarráðs við SBK um samstarf um almenningssamgöngur í Sveitarfélaginu Vogum. Ætlunin er að skipuleggja ferðir í veg fyrir áætlunarbílinn upp á Reykjanesbraut fjórum sinnum á dag.


a) Farþegar sóttir fyrir utan Gamla Pósthúsið, þeir keyrðir upp á braut í veg fyrir bíl sem er á leið til Reykjavíkur. Farþegar sem eru að koma úr Reykjanesbæ eru sóttir og þeim keyrt niður að Gamla Pósthúsinu.
Hugmyndir að tímum: 7:10, 8:40.

b) Farþegar sem eru að koma úr Reykjavík eru sóttir upp á gatnamót. Farþegar sem eru að fara í Reykjanesbæ eru sóttir fyrir utan Gamla Pósthúsið og þeim keyrt upp að gatnamótum.
Tímar: 14:30, 16:40 eða 18:50.

c) Farþegar sem eru í skóla og eða vinnu í Reykjanesbæ. Áætlunarbíllinn kemur í Voga, Gamla Pósthúsið.
Tími: 7:30.

Þeir sem hafa skráð lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum gefst tækifæri til að kaupa kort á niðurgreiddu verði á bæjarskrifstofunni. Mánaðarkortin gilda í allar ferðir og ókeypis verður í Vogastrætó.
Við þetta nýja fyrirkomuleg verður ekki hægt að hringja eftir rútunni og fá hana niður í sveitarfélagið. Engar ferðir verða fyrirhugaðar frá gatnamótum og niður í bæ um helgar.

Allar athugasemdir um þessar fyrirætlanir og ábendingar um það sem betur má fara berist á netfangið [email protected] einnig má koma skriflegum athugasemdum upp á skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma. Vinsamlega skilið athugasemdum fyrir 27. júlí.


Með von um góðar viðtökur
Bæjarráð sveitarfélagsins Voga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024