Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn í loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta þegar flugsveitin kom til landsins. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 3. nóvember 2023 kl. 06:10

Fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn í loftrýmisgæslu frá Keflavíkurflugvelli

Bandarísk flugsveit kom til landsins 22. október síðastliðinn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kom til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn.

Sveitin tekur þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum stjórnstöðva Atlantshafsbandalagsins í Udem í Þýskalandi og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmd verkefnisins verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Flugsveitin er með aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli ásamt flugsveitum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sem sinna kafbátaeftirliti úti fyrir ströndum Íslands.

Í umboði utanríkisráðuneytisins annast varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd verkefnisins í samstarfi við Isavia. Þá er ráðgert að loftrýmisgæslunni ljúki um miðjan nóvembermánuð.