Fjórar áramótabrennur á Suðurnesjum í kvöld
- í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum.
Áramótabrennur verða á fjórum stöðum á Suðurnesjum í kvöld. Veðurspáin er með ágætum og því upplagt að njóta slíkra brenna saman.
Á vegum Grindavíkurbæjar og Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar verður brenna í Bót kl. 20:30.
Kveikt verður í áramótabrennu Sandgerðisbæjar og Björgunarsveitarinnar Sigurvonar við Stafnesveg, sunnan íþróttasvæðis Reynis kl. 20:00. Flugeldasýning hefst kl. 20:30.
Í Garði verður áramótabrenna Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði á gamla malarvelli Víðis í kvöld kl. 20:30.
Þá mun Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum mun standa fyrir áramótabrennu á gamlárskvöld eins og undanfarin ár. Brennan verður norðan megin við íþróttahúsið og er u.þ.b. 5-10 mínútna gangur að henni frá íþróttahúsinu. Kveikt verður í kestinum klukkan 20:00.