Fjórar áramótabrennur á Suðurnesjum
Fjórar brennur verða á Suðurnesjum á gamlárskvöld. Kveikt verður upp í brennunum á tímabilinu 20:00 til 20:30.
Í Grindavík verður áramótabrenna á Bót við Grindavík. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Í Garði verður brenna á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Flugeldasýning í boði Sveitarfélagsins Garðs verður kl. 21:00.
Í Sandgerði verður áramótabrenna kl. 20:00 við Sjávarbraut við enda Eyrargötu í Sandgerði.
Þá verður áramótabrenna í Vogum norðan íþróttavallar á Grænuborgarsvæði. Þar verður kveikt í brennunni kl. 20:00.