Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjör í strandveiðunum
Miðvikudagur 1. júlí 2009 kl. 15:20

Fjör í strandveiðunum


Þó nokkur fjöldi smábáta er á svokölluðum strandveiðum út frá Sandgerði og Grindavík og eru fyrstu fréttir af löndunum alveg þokkalegar, að sögn Halldórs Ármannssonar, formanns Félags smábátaeigenda á Reykjanesi. Hann segir fjölda þessara báta skipta einhverjum tugum.

„En menn verða að gæta hófs í veiðum, hætta að veiða þegar þeir eru komnir með leyfilegan afla. Allur umfram afli er gerður upptækur og dregst af þeim heildarpotti sem gefin er út á hverju svæði fyrir sig, þannig að allur umframafli skemmir fyrir heildinni,“ segir Halldór.

3.955 tonn af þorski eru ætluð til strandveiðanna og skiptast þau milli fjögurra landsvæða. Veiða má að hámarki 800 kg á hvern bát á sólarhring og skal veiðiferðin ekki taka nema 14 tíma. Fjórar handfærarúllur eru leyfðar að hámarki um borð í hverjum báti. Ekki má veiða á föstudögum og laugardögum.
Báturinn þarf að vera skráður sem fiskibátur og vera með sjálfvirkan fjareftirlitsbúnað. Þeir sem fá leyfi til strandveiða afsala sér leyfi til annarra atvinnuveiða það sem eftir er fiskveiðiársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024