Fjölsótt fjölskylduhátíð D-listans í Reykjanesbæ
Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ efndu sl. laugardag til fjölskylduhátíðar og buðu bæjarbúum að heimsækja frambjóðendur D-listans í kosningamiðstöð flokksins að Hafnargötu 6.Gríðarlega góð stemmning myndaðist að sögn sjálfstæðismanna og milli 400-500 manns kíktu í heimsókn, þáðu veitingar og spjölluðu við frambjóðendur. Vilja frambjóðendur nota tækifærið og þakka bæjarbúum fyrir komuna.