Fjölsmiðjunni bárust 100 reiðhjól
Fjölsmiðjunni í Reykjanesbæ bárust í vikunnni 100 reiðhjól að gjöf frá 365 miðlum og munu hjólin verða standsett í hjóladeild Fjölsmiðjunnar. Um er að ræða hjól sem Vodafone hafði til reiðu fyrir vegfarendur við íþróttamiðstöðvar landsins síðastliðið sumar og er ráðgert að þau muni þjóna svipuðu hlutverki áfram.
Undirbúningur að opnun Fjölsmiðjunnar hefur staðið yfir undanfarna mánuði og er nú á lokastigi. Tilgangurinn með starfseminni er að gefa ungu, atvinnulausu fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Fyrirmyndin að starfseminni er sótt til Fjölsmiðjunnar í Kópavogi sem hefur verið rekin í tæpan áratug með góðum árangri.