Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum tíu ára í dag
Mánudagur 7. september 2020 kl. 11:50

Fjölsmiðjan á Suðurnesjum tíu ára í dag

Í dag eru 10 ár frá frá því að stofnað var til Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum en hún var stofnuð 7. september 2010. Tilgangurinn með Fjölsmiðjunni var að mæta þörfum ungs fólks sem hafði verið í óvirkni.

Á Facebook-síðu Fjölsmiðjunnar er greint frá tímamótunum í dag. Þar segir: „Hafist var handa við að finna Fjölsmiðjunni húsnæði og breyta því svo það hentaði starfseminni. Á þessum 10 árum hafa hátt í 200 ungmenni af Suðurnesjum starfað í Fjölsmiðjunni í mislangan tíma, allt eftir þörfum hvers og eins. Flestir þeirra sem hafa útskrifast frá okkur hafa farið til vinnu á almennum vinnumarkaði og einnig til frekara náms. Við, sem störfum og stöndum að Fjölsmiðjunni, erum mjög stolt af henni og því mikilvæga hlutverki sem hún gegnir í samfélaginu okkar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölsmiðjan hóf svo eiginlega starfsemi í mars 2011 og því á að geyma fagnaðarhöldin fram í mars 2021 í þeirri von að það vori betur í þeim veirufaraldri sem geisar núna.