Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölsmiðja stofnuð á Suðurnesjum
Þriðjudagur 7. september 2010 kl. 09:23

Fjölsmiðja stofnuð á Suðurnesjum


Stofnfundur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum verður haldin í dag í Rauðakrosshúsinu í Reykjanesbæ. Fyrir liggur samþykkt stofnframlag að upphæð 36 milljónir króna. RKÍ leggur til 15 milljónir, VMST 10 milljónir, Reykjanesbær 10 milljónir, VSFK 600 þúsund, VS 200 þúsund og FIT 200 þúsund.

Á stofnfundinum verður m.a. skrifað undir skipulagsskrá og stjórn mynduð af stofnaðilum. Stjórnin verður skipuð sex fulltrúum til tveggja ára í senn og sex til vara. Rauði Kross Íslands tilnefnir einn fulltrúa, Suðurnesjadeild Rauða krossins tilnefnir einn fulltrúa, Reykjanesbær tilnefnir einn fulltrúa, Vinnumálastofnun tilnefnir einn fulltrúa, Menntamálaráðuneytið tilnefnir einn fulltrúa og stéttarfélögin í sameiningu tilnefna einn fulltrúa. Sömu aðilar tilnefna hver sinn varamann.

Það bíður svo stjórnarinnar m.a. að ráða starfsfólk, finna húsnæði undir starfsemina, gera rekstrar- og fjárhagsætlun, gera samninga við kaupendur þjónustunnar þ.e. sveitarfélögin, VMST, Menntamálaráðuneytið og etv. fleiri aðila, segir í tilkynningu.

Mynd – Á Suðurnesjum eru margar hendur sem bíða eftir verkefnum. Fjölsmiðja fyrir ungt fólk er úrræði sem góð reynsla er komin á annars staðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024