Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar samþykkt
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt fjölskyldustefnu fyrir Reykjanesbæ. Markmið fjölskyldustefnu eru að efla fjölskylduna í nútímasamfélagi og tryggja henni þroskvænleg skilyrði. Umsjón með gerð stefnunnar hafði Fjölskyldu- og félagsþjónusta en vinnuhóp skipuðu Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Hermannsson fræðslustjóri, Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs og Sigríður Jóna Jóhannesdóttir tæknifulltrúi umhverfis- skipulagssviðs. Einnig komu að gerð stefnunnar Ólafur Kjartansson fv. framkvæmdastjóri markaðs- og atvinnusviðs, Reynir Valbergsson fjármálastjóri og Pétur Jóhannsson framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnasviðs.
Við gerð stefnunnar var leitað eftir hugmyndum frá mörgum aðilum og má þar nefna sóknarpresta, stjórnir foreldrafélaga og nemendaráð grunnskóla. Einnig var auglýst í staðarblöðum eftir hugmyndum frá bæjarbúum.
Fjölskyldustefnan skal ávallt vera í takt við þróun samfélagsins og skal endurskoðuð í september ár hvert að frumkvæði fjölskyldu- og félagsþjónustu.
Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar