Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskylduskemmtun í Reykjanesbæ á morgun
Hér er Björgvin Arnar með frændum sínum Ólafi og Þór
Laugardagur 31. ágúst 2013 kl. 11:00

Fjölskylduskemmtun í Reykjanesbæ á morgun

Fjölskylduhátíð til minningar um Björgvin Arnar Atlason verður haldin í íþróttahúsi Keflavíkur

Fjölskylduhátíð til minningar um Björgvin Arnar Atlason, sex ára dreng sem lést í vikunni úr sjaldgæfum sjúkdómi, verður haldin á morgun, sunnudaginn 1. september kl. 14:00. Skemmtunin er haldin í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Allir sem koma að skemmtunni vinna sjálfboðavinnu og allir listamennirnir gefa vinnu sína. Reykjanesbær útvegar alla aðstöðu. 

Starfshópur hefur komið að undirbúningi skemmtunarinnar og hafa eftirtaldir aðilar styrkt skemtunina að einhverju leyti: Reykjanesbær, Körfuknattleiksdeild Keflavíkur, Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, Knattspyrnudeild Keflavíkur,Sr. Skúli Ólafsson, Ragnhildur Steinunn, Magnús Kjartansson, Kjartan Már Kjartansson, Finnbogi Kjartansson, Libra ehf., Jóhanna Reynisdóttir, Pálmi Þór Erlingsson, Ólafur Thordesen, Ívar Ingimarsson, Hermann Hreiðarsson, Rúnar Kristinsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem vilja leggja málefninu lið er bent á reikningsnúmerið: 0542-14-600000. Kt: 051175-3529.

Á skemmtuninni koma fram:
Séra Skúli Ólafsson setur skemmtunina.
Sveppi og Villi
Eiríkur Fjalar
Latibær – Íþróttaálfurinn og Solla stirða
Danskompaníið með danssýningu
Bríet Sunna
Ingó veðurguð
Erpur
Valdimar
Friðrik Dór
Jón Jónsson
Björgvin Halldórsson

Í hliðarsal verða leiktæki fyrir börn, hoppukastalar, meistaraflokkur Keflavíkur leika með bolta, lögreglan mætir með sýnir lögregluhjól og lögreglubíl.

Miðaverð er 1000 kr. og fá yngstu börnin frítt inn. Frjálst að leggja meira af hendi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Agnar Mar Gunnarsson, frændi Björgvins setti saman til minningar um Björgvin Arnar.