Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 31. mars 2003 kl. 15:36

Fjölskylduráðgjafi eflir samstarf heimilis og skóla

Guðný Reynisdóttir ráðgjafi hjá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar hefur verið ráðin fjölskylduráðgjafi til þess að sinna tímabundnum verkefnum sem stuðla að auknu samstarfi heimila og skóla. Ráðningartími er 1. febrúar til 31. maí og mun fjölskylduráðgjafi veita foreldrum stuðning vegna skólastarfs og námsaðstoðar við börn sín, benda þeim á leiðir sem styrkja ábyrgt uppeldi og styrkja tengsl heimilis og skóla.Meginverkefni foreldraráðgjafa er að heimsækja foreldra eftir ábendingum frá skóla til að styrkja þá og efla í stuðningshlutverkinu við börnin, gera þeim grein fyrir mikilvægi náms og með hvaða leiðum megi efla börnin þeirra í skólastarfi.

Samstarfsaðilar foreldraráðgjafa verða kennarar, námsráðgjafar og skólastjórar grunnskóla Reykjanesbæjar, starfsmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustu og Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.

Frétt frá Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024