Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskyldukort í sund í Grindavík lækka um 35%
Föstudagur 18. desember 2015 kl. 10:20

Fjölskyldukort í sund í Grindavík lækka um 35%

- Hvetja Grindvíkinga til að nýta íþróttaaðstöðu betur

Árskort fullorðinna í sund í Grindavík lækka úr 24.000 krónum í 20.000 krónur, samkvæmt nýrri þjónustugjaldskrá fyrir árið 2016 sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Árskort fjölskyldu lækka enn meira, eða úr 46.000 krónum í 30.000 krónur og nemur lækkunin því um 35 prósentum. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að með lækkuninni sé verið að hvetja Grindvíkinga til þess að nýta sundið og þá þjónustu sem boðið er upp á í íþróttamiðstöðinni betur. Stakt gjald fullorðinna í sund hækkar hins vegar úr 500 krónum 520 krónur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024