Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskylduhjálp flytur alla starfsemi að Baldursgötu 14
Þriðjudagur 12. nóvember 2013 kl. 10:31

Fjölskylduhjálp flytur alla starfsemi að Baldursgötu 14

Jólamarkaður 2013 hjá Fjölskylduhjálpar Íslands opnar 18. nóvember nk. að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.

Fjölskylduhjálp Íslands flytur alla starfsemi sína úr Grófinni 10 C og frá Hafnargötu 32 í nýtt húsnæði að Baldursgötu 14 með opnun jólamarkaðar 2013.  Starfsemin verður nú öll á einum stað.

Á nýja staðnum verður afgreiðsla á mataraðstoð til þeirra sem minna mega sín, nytjamarkaður og jólamarkaður starfræktur og opinn alla virka daga frá kl. 13 til 18. Þá verður Frú Hallgerður Langbrók á sama stað.

Tökum á móti  matvörum, notuðum og nýjum fatnaði alla virka daga frá kl. 13 til 18. Allir velkomnir á nýja jólamarkað Fjölskylduhjálpar Íslands að Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024