Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskylduhátíð í Vogum um helgina
Þriðjudagur 2. ágúst 2005 kl. 15:20

Fjölskylduhátíð í Vogum um helgina

Eftir vel heppnaða fjölskylduhátíð í fyrra verður leikurinn endurtekinn í Vogunum laugardaginn 6. ágúst. Boðið verður upp á fjölda skemmtiatriða og munu allir í fjölskyldunni finna sér eitthvað til að bardúsa.

Bæjarbúar geta ferðast um bæinn í hestakerru. Lifandi tónlist verður allan daginn í Aragerði auk þess  verður  haldinn útidansleikur  um kvöldið. Fyrir þá sem eru í keppnisskapi um helgina verður dorgveiðikeppni og verðlaun veitt fyrir stærsta fiskinn, þann furðulegasta og þann ljótasta. Auk Olsen Olsen keppni  fyrir alla aldurshópa. Fyrir íþróttafólkið verður keppt í Vogaasnanum  í körfu.  Þeir sem eru söngelskir geta reynt fyrir sig í Singstar/karaokí  þar sem keppt verður í þremur hópum 6 til 9 ára, 10 til 12 ára , 13 til 16 ára. Nánari upplýsingar og skráning í félagsmiðstöðinni Borunni í síma 4246882. Rétt er að geta þess að æfingar hafa staðið yfir frá 12 júlí og því má búast við hörku keppni. 

Settir verða upp verkefnabásar þar sem afköst barnastarfs Kálfatjarnakirkju verða sýnd, auk sunnudagaskólans. Einnig verður möguleiki fyrir fólk að hafa sölubása og þeim bent á að hafa samband við tómstundafulltrúa.

Fjölda leiktækja verða á svæðinu og má búast við auknu úrvali frá því fyrir ári og verður Go Kart brautin án efa helsta aðdráttarafnið. Hægt verður að leika sér í krikket, tennis auk þess sem hægt verður að fara með börnin í fjársjóðsleit.

Þá verður fyrirtækja- og hópaleikur á fjölskyldudaginn. Mikil leynd liggur yfir skipulagi leiksins og ekki hægt að fá að vita hvernig skipulagi hans verður háttað. Þó fékkst uppgefið að hann verði með svipuðu sniði og fyrir ári. Þátttökuskilyrðin eru ekkert úthald, engin kjarkur og engin geta í íþróttum. Hvert lið þarf að samanstanda af þremur einstaklingum sem eru til í að taka þátt í hverju sem er. Undankeppnin fer fram að morgni 6. ágúst með úrslitakeppni um miðjan dag.

Allar nánari upplýsingar um Fjölskylduhátíðina veitir Helga, Tómstundafulltrúi í síma 4246882 eða 8984754 milli 9-15 alla virka daga. Þá er einnig hægt að senda tölvupóst og skrá fyrirtæki/hóp á [email protected] eða [email protected]
                                    

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024