Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 10. maí 2002 kl. 09:17

Fjölskylduferð á Hafnaberg á sunnudag

Notum góða veðrið, förum fjölskylduferð í Hafnarbergið með Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum á sunnudaginn 12. maí kl. 14:00Það virðist ætla að viðra vel til útvistar á sunnudaginn kemur (12. maí). Þá verður Þorvaldur Örn Árnason fararstjóri í göngu á Hafnarberg sem Miðstöð símenntunr á Suðurnesjum býður í og kostar þátttakan ekkert! Nú er fuglinn kominn í bergið og gróður að vakna til lífsins á hinni svörtu eyðimörk. Við gefum okkur góðan tíma til að skoða gróður, grjót og ekki síst fuglinn í berginu og njóta mjög sérstakts útsýnis. Safnast verður saman á bílastæðinu við veginn milli Hafna og Reykjanesvita við upphaf göngustígsins niður á Hafnarberg kl. 14 og þurfa allir að koma þangað á eigin vegum. Þeir sem ekki átta sig á hvar þetta er munu sjá bíla á stæðinu frá kl. 13:45.
Gert er ráð fyrir að við komum til baka á bílastæðið kl. 17.
Það er gott að taka með sér með smá nesti og viðeigandi klæðnað og skó.
Hlakka til að sjá sem flest ykkar.
Skúli Thoroddsen

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024