Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskyldudagur í Vogum
Miðvikudagur 21. júlí 2004 kl. 11:39

Fjölskyldudagur í Vogum

Fjölskyldudagur verður haldin í Vogum þann 7. ágúst næstkomandi. Það er Guðrún Helga Harðardóttir, nýráðin Tómstundar- og forvarnarfulltrúi,  sér um skipulagningu dagsins. „Þetta verður glæsilegt húllum hæ fyrir alla fjölskylduna með leiktækjum, þrautabrautum, útimarkaði og allskyns skemmtiatriðum,“ sagði Guðrún Helga í samtali við Víkurfréttir. Þessi fjölskyldudagur hefur verið haldin síðustu ár en lítið hefur farið fyrir honum. „Við ætlum að gera hann stærri og umsvifameiri í þetta skiptið,“ sagði Guðrún Helga en þau ætla sér að auglýsa og kynna daginn mjög vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024