Fjölskyldudagur í Vogum
Fjölskyldudagur verður haldinn í Vogum nk. laugardag og verður dagskrá fyrir alla fjölskyldumeðlimi frá morgni til kvölds. Dagskráin hefst með ratleik fyrir börnin kl. 10.00 við Íþróttamiðstöðina og fer hann fram í nánasta umhverfi hennar. Dorgveiðikeppni verður á smábátabryggjunni kl 11.00, en að henni lokinni verður gert hlé á dagskránni til kl. 13.00, þegar risaleiktæki opna á tjaldstæðinu. Grillað verður fyrir alla fjölskylduna kl. 19.00, þar sem boðið verður upp á pylsur og gos. Að lokum treður hljómsveitin BBB og Disco upp til kl. 01.00, en þá eru hátíðarlok.