Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gefur „Fyrstu bókina um Sævar“
Þriðjudagur 7. febrúar 2006 kl. 11:23

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar gefur „Fyrstu bókina um Sævar“

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar (FFR) afhenti föstudaginn 3. febrúar sl. „Fyrstu bókina um Sævar“ sem er ætluð börnum með ADHD greiningu, foreldrum þeirra, systkinum, kennurum, bekkjarsystkinum, vinum og ættingjum.

Markmið bókarinnar er að auka innsæi og skilning á ADHD og um leið ráðast gegn fordómum en börn með ADHD hafa gjarnan verið flokkuð sem „óþekk“ og eiga mörg þeirra í tilvistarkreppu alla sína skólagöngu og jafnvel lengur. ADHD samtökin á Íslandi hafa staðið fyrir útgáfu bókarinnar.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta fagnar útgáfu bókarinnar og færði fulltrúum frá Bókasafni Reykjanesbæjar, grunn- og leikskólum og Bjartsýnishópnum, félagi aðstandenda ADHD barna í Reykjanesbæ, bókina að gjöf til að tryggja útbreiðslu boðskapar hennar sem víðast.

Af vefsíðu Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024