Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölskylda úr Garði gefur 2 milljónir til tækjakaupa
Sunnudagur 10. október 2010 kl. 13:29

Fjölskylda úr Garði gefur 2 milljónir til tækjakaupa

Sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, D-deild, fékk fyrir helgi rausnarlega gjöf til tækjakaupa frá fjölskyldu í Garðinum í þakklætisskyni fyrir umhyggju, hlýhug og fagmennsku sem starfsfólkið veitti fjölskylduföðurnum og fjölskyldunni allri í líknandi meðferð á erfiðum tíma í lífi þeirra. Gjöfin hljóðaði upp á 2 milljónir króna.


„Það eru blendnar tilfinningar sem fara í gegnum huga manns er maður tekur við svona stórri gjöf. Svo kemur þakklæti og viðurkenning á því að hér hefur verið unnið frábært uppbyggingarstarf á undanförnum árum sem skilar sér svo sannarlega í þjónustu við okkar skjólstæðinga. Efst í huga er þó gleði og stolt yfir þeim forréttindum að fá að vinna með öllu því góða fólki sem hér starfar og sinnir skjólstæðingunum af fagmennsku og öryggi. Að vera sýnt slíkt þakklæti í verki veitir starfsfólkinu innblástur og kraft til að gefast ekki upp þó að á móti blási,“ segir Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri sjúkradeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024