Fjölónæmur húðsýkill skýtur upp kollinum í Keflavík
Að undanförnu hefur mikill vinna verið lögð í að uppræta fjölónæmann húðsýkil sem greinst hefur hjá 3 skjólstæðingum Sjúkrahússins í Keflavík sem legið hafa á stofnuninni með sár á húð.
Þessi sýkill sem í eðli sínu er venjulegur húðsýkill, stundum nefndur sjúkrhúsbakterian greindist fyrst hér fyrir 2 árum hjá einstaklingi sem fékk hér eftirmeðhöndlun eftir slys sem viðkomandi varð fyrir í Suður Ameríku. Við höfum fram að þessu verið blessunarlega laus við sýkingar á stofnuninni, en nú hefur orðið vart við þennan sýkil sem þróað hefur hjá sér hæfileika til að mynda ónæmi fyrir þeim hefðbundnu lyfjum sem almennt eru notuð ef sýkingar af völdum hans koma upp. Sýkillinn er alls ekki hættulegur heilbrigðu fólki, enda ber fjöldi fólks samskonar sýkil á sér án þess að vita af því. Hins vegar getur hann, sem áður segir, valdið sýkingum í sárum og því ekki gott að hann sé til staðar þar sem aðgerðir eru framkvæmdar eða sáum almennt sinnt. Þessi fjölónæmi sýkill finns alls staðar í löndum umhverfis okkur en á Íslandi hafa aðeins fáein tilfelli verið greind áður og aldrei sem farsótt. Því hefur skjótt verið brugðist við til að uppræta þennan " Sjúkrhús-Móra". Við erum í samstarfi við sóttvarnarnefnd Ríkisspítalanna og ætlum okkur u.þ.b þrjár vikur í verkið. Á meðan á þessu stendur geta sumir skjólstæðingar okkar orðið fyrir einhverjum óþægindum. Við frestum t.d. stærri skurðaðgerðum um stundar sakir og tökum ekki fólk með sár inn á stofnunina sem stendur. Við þurfum að bregðast hart við til þess að geta losa okkur við meinið.
Konráð Lúðvíksson, yfirlæknir
Sjúkrahússsvið H.S.S.