Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölnota íþróttahús og viðbygging við íþróttahús í Garði ekki tímabær?
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 15:01

Fjölnota íþróttahús og viðbygging við íþróttahús í Garði ekki tímabær?

N-listinn í Garði telur ekki tímabært að ræða byggingu fjölnota íþróttahúss eða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina þegar enn er ólokið við frágang skólalóðar, akstursaðkomu að Gerðaskóla og aðstöðu fyrir Tónlistarskólann í Garði. Enn fremur yrði rekstrarkostnaður til þess að skera þyrfti enn frekar niður þjónustu en nú er við íbúa bæjarins. Þetta segir í bókun listans í bæjarráði Garðs, þar sem teknar voru til umfjöllunar fundargerðir markaðs- og atvinnumálanefndar Garðs þar sem fjallað er um viðbyggingu við íþróttahúsið í Garði og eins bygging fjölnota íþróttahúss í Garði. Hugmyndin er að byggja upp aðstöðu fyrir þrekmiðstöð á efri hæð þjónusturýmis íþróttahússins. Byggingin verði samvinnuverkefni til að mæta verkefnaskorti iðnaðarmanna í Garði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

L-listinn segir í tillögu sinni leggja til að þessi verk ásamt öðrum verði kynnt fyrir íbúum og þeim gefinn kostur að kjósa um forgangsröðun þeirra framkvæmda sem Sveitarfélagið Garður mun ráðast í. Tillaga L-lista var er felld með 2 atkvæðum D-lista á móti 1 atkvæði N-lista.

D-listi leggur áherslu í bókun sinni á að ekki voru teknar neinar ákvarðanir varðandi framkvæmdir sem voru kynntar á fundinum.