Fjölmörg verkefni viðbragðsaðila í snælduvitlausu veðri
Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast frá því snemma í morgun. Tugir útkalla bárust þegar veðrið var hvað hvassast. Þakplötur og klæðningar voru að fjúka og fjölmargt annað kom inn á borð viðbragðsaðila.
Víkurfréttir stóðu vaktina í morgun á fésbókarsíðu Víkurfrétta þar sem settar voru inn myndir jafnóðum.
Að ofan má sjá mynd frá einu verkefni þar sem þakjárn losnaði af húsi við Hringbraut í Keflavík.