Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. maí 2003 kl. 10:19

Fjölmörg störf laus til umsóknar í skólum Reykjanesbæjar

Fjölmörg störf laus til umsóknar í skólum Reykjanesbæjar, að því er fram kemur á vef bæjarins og óskar Reykjanesbær eftir því að ráða áhugasamt og hæfileikaríkt starfsfólk til starfa í leik- og grunnskólum bæjarins. Í Reykjanesbæ er rekin mjög metnaðarfull stefna í fræðslumálum og áhersla lögð á hæft starfsfólk sem fær að njóta sín í starfi. Allur aðbúnaður í leik- og grunnskólum er til fyrirmyndar og innan sveitarfélagsins eru starfandi öflug foreldrafélög sem efla starf skólanna, segir á vef Reykjanesbæjar.Heimilt er að greiða kennurum með full réttindi sem ráða sig í 100% stöðu við leik-, grunn- og tónlistarskóla sveitarfélagsins og flytjast búferlum til Reykjanesbæjar, flutningsstyrk að upphæð kr. 300.000. Skilyrði er að kennarar ráði sig til 2ja ára hið minnsta.


Leikskólar:
Aðstoðarleikskólastjórar
· Staða aðstoðarleikskólastjóra á Heiðarseli er laus frá 15. júní nk.
Upplýsingar gefur leikskólstjóri, Kolbrún Sigurðardóttir í síma: 866-5936.
· Staða aðstoðarleikskólastjóra er laus á Tjarnarseli frá 15. júlí nk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Inga María Ingvarsdóttir í síma 421-4204.
Auk leikskólakennaramenntunar er æskilegt að umsækjendur hafi menntun á sviði stjórnunar og búi yfir einhverri reynslu á sviði stjórnunar.

Deildarstjórar
· Tvær stöður deildarstjóra eru lausar frá 15. júlí nk. á Tjarnarseli.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Inga María Ingvarsdóttir í síma 421- 4204.
· Ein staða deildarstjóra á Hjallatúni er laus nú þegar.
Upplýsingar gefur leikskólstjóri, Gerður Pétursdóttir í síma 421- 7404.
Leikskólakennaramenntun skilyrði og er æskilegt að umsækjendur hafi einhverja reynslu af stjórnun.

Leikskólasérkennari
· Staða leikskólasérkennara er laus á Garðaseli frá 1. september nk.
Leikskólasérkennaramenntun er áskilin. Fáist ekki leikskólasérkennari til starfa, kemur til greina að ráða þroskaþjálfa til starfsins.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Ingibjörg Guðjónsdóttir í síma 421- 3252.

Leikskólakennari
· Staða leikskólakennara á Hjallatúni er laus nú þegar.
Leikskólakennaramenntun skilyrði.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Gerður Pétursdóttir í síma 421-7404.

Einnig eru lausar heilar stöður og hlutastöður í öðrum leikskólum Reykjanesbæjar. Upplýsinga gefur Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi, í síma 421-6700.

Grunnskólar:
Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla
Heiðarskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 470 nemendur. Allur aðbúnaður og umgjörð skólans er til fyrirmyndar. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og tekur virkan þátt í daglegri stjórn skólans.

Næsti yfirmaður aðstoðarskólastjóra er skólastjóri. Auk kennaramenntunar er æskilegt að umsækjandi hafi menntun á sviði stjórnunar og búi yfir einhverri reynslu af stjórnun. Einnig er mikilvægt að umsækjandi búi yfir mikilli samskiptahæfni.

Heiðarskóli- www.heidarskoli.is
· Aðstoðarskólastjóri
· Námsráðgjafi 50% staða
· Sérkennari
· Dönskukennari á unglingastigi
· Almenn kennsla á yngra- og miðstigi
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þór Jónsson skólastjóri, í síma 420 4500


Holtaskóli -www.holtaskoli.is
· Aðstoðarskólastjóri (umsóknarfrestur rennur út 19.maí)
· Samfélagsfræðikennari á unglingastigi
· Almenn kennsla á yngra- og miðstigi
· Tónmenntarkennari
Nánari upplýsingar veitir Jónína Guðmundsdóttir skólastjóri, í síma 421 11135

Myllubakkaskóli- www.myllubakkaskoli.is
· Upplýsinga- og tæknimenntakennari (smíðar)
· Almenn kennsla á yngra- og miðstigi
Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri, í síma 420 1450

Njarðvíkurskóli- www.njardvikurskoli.is
· Almenn kennsla
· Myndlistarkennari
· Handmenntarkennari
· Tónmenntarkennari
· Heimilisfræðikennari
· Sérkennari
· Tölvukennari
· Þroskaþjálfi
Nánari upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skólastjóri, í síma 420 3000

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og hvaða stöðu er sótt um skulu berast Starfsmannaþjónustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ fyrir 26. maí nk. Einnig er bent á rafræn umsóknareyðublöð á upplýsingavef Reykjanesbæjar; reykjanesbaer.is.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024