Fjölmennur fyrirlestur um hlutverk konunnar
Fjölmennur fundur var haldinn í sal Flughótels í Reykjanesbæ í dag, en þar komu saman konur og hlýddu á fyrirlestur þar sem Þorgerður Einarsdóttir, félagsfræðingur, greindi frá niðurstöðum rannsókna í kynjafræðum með áherslu á hlutverk konunnar í samfélaginu.
Hún fór einnig yfir hvernig ímynd kvenna í fjölmiðlum hefði áhrif á samfélagið og benti á leiðir sem konur geta gripið til í þeim tilgangi að auka jafnrétti á vinnustað.
Fundurinn var hluti af þriggja ára sérverkefni á vegum Atvinnuráðgjafar SSS, en hann hófst með ráðstefnunni „Konur - Aukin áhrif á vinnumarkaði“ sem haldin var í Listasafni Reykjanesbæjar í febrúar síðastliðnum.
Aðilar sem komið hafa að verkefninu eru Íslandsbanki, Hitaveita Suðurnesja, Byggðastofnun, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbær.
Hún fór einnig yfir hvernig ímynd kvenna í fjölmiðlum hefði áhrif á samfélagið og benti á leiðir sem konur geta gripið til í þeim tilgangi að auka jafnrétti á vinnustað.
Fundurinn var hluti af þriggja ára sérverkefni á vegum Atvinnuráðgjafar SSS, en hann hófst með ráðstefnunni „Konur - Aukin áhrif á vinnumarkaði“ sem haldin var í Listasafni Reykjanesbæjar í febrúar síðastliðnum.
Aðilar sem komið hafa að verkefninu eru Íslandsbanki, Hitaveita Suðurnesja, Byggðastofnun, Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbær.