Fjölmennur fundur um atvinnumál í Sandgerði
Fjölmennur fundur var haldinn í kvöld í safnaðarheimilinu í Sandgerði undir yfirskriftinni; „Atvinnuástand í velferðarsamfélagi: trú, velferð og stjórnmál“. Málþingið hófst kl. 20:00 og stóð enn yfir kl. 22:30.Málþingið var haldið í boði útskálaprestakalls setti Sr. Björn Sveinn Björnsson málþingið. Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og Friðjón Einarsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurnesja fluttu ávörp. Framsöguerindi fluttu Árni M. Mathiesen, Valgerður Sverrisdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson.
Mynd: Össur Skarphéðinsson, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Matthiesen og Steingrímur J. Sigfússon svöruðu spurningum úr sal. VF-mynd: SævarS
Mynd: Össur Skarphéðinsson, Valgerður Sverrisdóttir, Árni Matthiesen og Steingrímur J. Sigfússon svöruðu spurningum úr sal. VF-mynd: SævarS