Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmennur fundur hjá sjómönnum og vélstjórum í Grindavík
Þriðjudagur 15. nóvember 2016 kl. 09:50

Fjölmennur fundur hjá sjómönnum og vélstjórum í Grindavík

Félagar í Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur héldu fjölmennan fund í gærkvöld. Greint er frá því á vefnum grindavik.net að um 150 manns hafi sótt fundinn og að einhugur hafi verið meðal félagsmanna um að standa vörð um sína réttindabaráttu. Á fundinum var samþykkt að standa með stjórn og formanni félagsins í komandi kjaraviðræðum en félagið stendur fyrir utan kjarasamning sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Sjómannasamband Íslands undirrituðu á sunnudagskvöld.

Haft er eftir Einari Hannesi Harðarsyni, formanni félagsins, á grindavik.net að nú taki við viðræður við SFS og að framhaldið sé óljóst. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024