Fjölmennt á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg
Fjölmargir hafa lagt leið sína að þeim stað á Reykjanesbraut þar sem mótmæla á seinagangi stjórnvalda í tvöföldun Reykjanesbrautar. Okkar maður á Reykjanesbraut sagði marga bíla komna á staðinn en ekki væri búið að loka brautinni. Einnig hafa fréttir borist að því að lögreglan væri að senda bíla á staðinn en samkvæmt mbl.is ætlar lögregan að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda Reykjanesbraut opinni. Lokun brautarinnar getur haft mikil áhrif á flugsamgöngur en sex vélar eru á áætluðum flugtíma meðan lokunaraðgerðir eru áætlaðar.