Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenningarhátíð á Ljósanótt
Fimmtudagur 2. september 2004 kl. 10:41

Fjölmenningarhátíð á Ljósanótt

Ljósanótt verður sett við Myllubakkaskóla í dag kl. 13 með glæsilegri fjölmenningarhátíð.

Fjölmenningarleg tónlistaratriði munu gleðja augu og eyru viðstaddra þar sem harmónikkuleikarinn German Hlopin frá Rússlandi mun spila ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk þess sem trumbuleikarinn Akim frá Ghana mun lemja húðir.

Öll grunnskólabörn í Reykjanesbæ munu verða viðstödd og sleppa marglitum blöðrum, en þessi hátíð er í anda Fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar og verða uppákomur í tengslum við hana alla helgina.

Á laugardeginum verður m.a. boðið upp á íslenska fiskisúpu og tælenska matargerð í tjöldum fjölmenningarhátíðar auk þess sem sýndir verða tælenskir dansar og bardagalistin Tae Kwon Do.
German Hlopin mun einnig spila á laugardeginum ásamt sellóleikaranum Sigurgeiri Agnarssyni.

Iðunn Ingólfsdóttir, verkefnastjóri hátíðarinnar, lofar spennandi dagskrá þar sem hægt er að kynnast framandi menningarheimum og allir ættu að skemmta sér vel.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024