Fjölmenni í skötu - Kæst og góð segja matgæðingar
Skatan var fyrirferðamikil á Suðurnesjum í dag og víða mátti finna samkomur þar sem skata var á boðstólnum. Ljósmyndarar Víkurfrétta skelltu sér í skötu í Stapanum, að Nesvöllum og í Garðinum.
Fjölmenni lagði leið sína í árlega skötuveislu á Suðurnesjum í dag. Skötulyktin var sem fyrr fyrirferða mikil og var skatan vel kæst að venju. Það er gamall og góður siður að borða skötu á Þorláksmessu en að þessu sinni ber Þorláksmessa upp á sunnudegi og því voru margir sem tóku forskot á sæluna og fengu sér skötu í dag, 21. desember.
Að sögn þeirra sem ljósmyndarar Víkurfrétta ræddi við að þessu sinni þá var skatan góð í ár og þótti vel kæst. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr skötuveislum á Suðurnesjum.
Fjölmargir mættu í samkomuhúsið í Garði og gæddu sér á skötu.
Á Nesvöllum var skatan vinsæl í hádeginu í dag.
Boðið var upp á brakandi harmonikuleik á Nesvöllum meðan skatan var snædd.
Bjór og skata - klikkar ekki!
Fjölskyldur koma oft saman í skötu.
Myndasafn frá skötuveislum á Suðurnesjum í ár.