Fjölmenni í opnunarhófi Landsbankans - myndir
Fjöldi gesta og starfsmanna fagnaði nýju glæsilegu útibúi í Krossmóa í Reykjanesbæ.
Landsbankinn í Keflavík flutti starfsemi sína í stórhýsi Kaupfélags Suðurnesja að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ 18. mars sl. Opnunarhóf af því tilefni var haldið 22. mars þar sem starfsmenn bankans og gestir fögnuðu tímamótunum en rétt rúmlega tvö ár eru frá því að Landsbankinn og Spkef runnu í eina sæng.
Einar Hannesson, útibússtjóri og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans fluttu tölu og þökkuðu bæði starfsmönnum og þeim sem unnu við framkvæmdirnar fyrir þeirra framlag og þolinmæðina.
Nýja útibúið er sérlega glæsilegt, um 1100 fermetrar á tveimur hæðum. Ýmsar nýjungar voru kynntar við opnunina, m.a. nýr hraðbanki þar sem m.a. er hægt að leggja inn peninga.
Í ljósmyndasafni VF má sjá fleiri myndir sem Páll Ketilsson tók á opnunarhófinu.
-