Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Fjölmenni hjá Guðna forsetaframbjóðanda
    Guðni og Eliza kona hans eftir fundinn í FS.
  • Fjölmenni hjá Guðna forsetaframbjóðanda
Fimmtudagur 26. maí 2016 kl. 06:00

Fjölmenni hjá Guðna forsetaframbjóðanda

Fjölmenni var á framboðsfundi Guðna í sal FS. VF-myndir/pket.

Fjölmenni sótti framboðsfund Guðna Th. Jóhannessonar, forsetaframbjóðanda í sal Fjölbrautaskólans í gær. „Það var mjög áhugavert að koma til Suðurnesja, fara í flugstöðina, heimsækja fyrirtæki og ekki síður skólakrakka í Vogum og í Sandgerði,“ sagði Guðni í stuttu spjalli við Víkurfréttir að loknum fundi.

Guðni svaraði mörgum spurningum fundaragesta um hin margvíslegu málefni, allt frá trúmálum og náttúruvernd til barna og fjölskyldu sinnar. Hann sagði líka margar sögur frá sér og sínum sem tengdust spurningum gesta úr sal.

Aðspurður hvernig honum hafi verið tekið í heimsóknum sínum síðustu tvo daga sagði hann viðtökur hafa verið afar góðar.  „Það hefur mikið gengið á hér á Suðurnesjum á undanförnum árum. Áföll með brotthvarfi hersins og bankahruni og tilheyrandi erfiðleikum í framhaldi en svo sterkri uppkomu núna. Almennt fannst mér mikil bjartsýni ríkja og það er ánægjulegt,“ sagði Guðni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margir heilsuðu upp á Guðna að fundinum loknum.