Fjölmenni fylgdist með sólsetri á Garðskaga
 Fjölmargir lögðu leið sína að Garðskagavita í gærkvöldi til að fylgjast með sólsetri á lengsta degi ársins, sumarsólstöðum. Sólin settist á bakvið Snæfellsnesfjallgarðinn þegar klukkan var komin fjórar mínútur yfir miðnætti. Málverk meistarana jafnast ekki á við það sem veðurguðirnir geta gert þegar þeir eru í góðu skapi. Fólk stóð agndofa og horfði á sólroðann og eingöngu mátti heyra gargið í kríunni á Garðskaga og létt sjávarhljóð. Gamli vitinn á Garðskaga leikur aðalhlutverkið í meðfylgjandi ljósmynd en vitinn var byggður árið 1897. Hann hefur verið vinsælt myndefni ljósmyndara í gegnum tíðina, enda getur hann oft spilað stórt hlutverk í samspili við Snæfellsjökul og sólroða á himni.
Fjölmargir lögðu leið sína að Garðskagavita í gærkvöldi til að fylgjast með sólsetri á lengsta degi ársins, sumarsólstöðum. Sólin settist á bakvið Snæfellsnesfjallgarðinn þegar klukkan var komin fjórar mínútur yfir miðnætti. Málverk meistarana jafnast ekki á við það sem veðurguðirnir geta gert þegar þeir eru í góðu skapi. Fólk stóð agndofa og horfði á sólroðann og eingöngu mátti heyra gargið í kríunni á Garðskaga og létt sjávarhljóð. Gamli vitinn á Garðskaga leikur aðalhlutverkið í meðfylgjandi ljósmynd en vitinn var byggður árið 1897. Hann hefur verið vinsælt myndefni ljósmyndara í gegnum tíðina, enda getur hann oft spilað stórt hlutverk í samspili við Snæfellsjökul og sólroða á himni.Texti og mynd: Hilmar Bragi Bárðarson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				