Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á minningarathöfn um Gísla Torfason
Mánudagur 23. maí 2005 kl. 18:50

Fjölmenni á minningarathöfn um Gísla Torfason

Kyrrðarstund til minningar um Gísla Torfason, kennara og námsráðgjafa við Fjölbrautaskóla Suðurnesja var haldin í dag í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Kennarar, fyrrverandi og núverandi nemendur, ættingjar, kunningjar og vinir fjölmenntu á kyrrðarstundina en hann var einn dáðasti kennarinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Séra Ólafur sá um kyrrðarstundina.

Gísli varð bráðkvaddur á laugardaginn. einungis 51 árs að aldri.

Gísli kenndi stærðfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja um 25 ára skeið og var námsráðgjafi við skólann frá árinu 1992. Hann átti að fá afhent gullmerki skólans í gær. Á sínum yngri árum þótti Gísli liðtækur knattspyrnumaður og var liðsmaður  hins sögufræga „Gullaldarliðs“ Keflavíkur. Hann lék einnig með landsliðum Íslands, bæði unglingalandsliði og A-landsliði.

Hann skilur eftir sig eiginkonu og son.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024