Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á fyrirlestri um Wilson Muuga
Föstudagur 16. febrúar 2007 kl. 14:15

Fjölmenni á fyrirlestri um Wilson Muuga

Rúmlega 30 manns sóttu fyrirlestur Kristjáns Geirssonar fagstjóra á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar á þriðjudaginn en þar var fjallað um aðgerðir á vegum stofnunarinnar í kjölfar strands Wilsons Muuga við Hvalsnes.

Á vef Umhverfisstofnunar segir að Kristján hafi farið skilmerkilega yfir allar aðgerðir og lýst þeim aðstæðum sem starfsmenn UST, Olíudreifingar og Framtaks urðu að glíma við fyrstu dagana eftir strandið þegar hafa þurfti sem hraðastar hendur við að ná olíu úr skipinu.

Í hópi áheyrenda voru landeigendur við Hvalsnes, æðarbændur, raunvísindamenn, starfsmenn heilbrigðisnefnda og ýmissa stofnana og rigndi spurningum yfir Kristján að loknum fyrirlestrinum. Var greinilegt að fólk hefur fylgst grannt með þróun mála eftir strandið.

Af vef Umhverfisstofnunar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024