Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmenni á Ferðamálaráðstefnu
Föstudagur 25. febrúar 2005 kl. 17:29

Fjölmenni á Ferðamálaráðstefnu

Fjölmenni sótti Ferðamálaráðstefnu sem Ferðamálasamtök Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stóðu fyrir en ráðstefnan var haldin í Eldborg í Svartsengi í dag.

Fjölmörg erindi voru flutt um ferðamál og málefni tengd ferðamennsku á ráðstefnunni. Meðal ræðumanna voru Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, Höskuldur Ágeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eríkssonar og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

Fundarstjórar voru Kristján Pálsson og Guðbjörg Jóhannsdóttir.

VF-símamynd/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024