Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Fjölmargir útaf í skyndihálku
  • Fjölmargir útaf í skyndihálku
Þriðjudagur 30. september 2014 kl. 18:20

Fjölmargir útaf í skyndihálku

– engin slys á fólki segir lögreglan

Skyndilega hálku gerði á Reykjanesbraut nú síðdegis með þeim afleiðingum að fimm bifreiðar annað hvort höfnuðu utan vegar eða á ljósastaurum við brautina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er verið að sinna útköllum vegna óhappanna en engin slys urðu á fólki eftir því sem best er vitað.

Meðfylgjandi myndir eru úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Strandarheiði á Reykjanesbraut og eru teknar nú á sjöunda tímanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024