Fjölmargir næturgestir á Garðskaga
Fjölmargir næturgestir voru á Garðskaga í nótt en framundan er sólseturshátíð á Garðskaga. Húsbílum, hjólhýsum og öðrum vögnum fór að fjölga verulega á Garðskaga síðdegis í gær og í dag er búist við miklum fjölda til viðbótar á Garðskaga.
Erla Ásmundsdóttir, verkefnastjóri sólseturshátíðarinnar á Garðskaga, sagði á Bylgjunni í morgun að gert væri ráð fyrir því að á milli 4-5000 manns komi á sólseturshátíðina um helgina. Skemmtidagskrá verður á Garðskaga á morgun en ýmis afþreying er í boði í Garðinum alla helgina.
Meðfylgjandi mynd var tekin á tjaldstæðinu á Garðskaga í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson