Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölmargir á hraðferð
Þriðjudagur 22. maí 2007 kl. 09:16

Fjölmargir á hraðferð

Fjöldi ökumanna var hankaður í gær fyrir að ganga á svig við umferðarlög.

Í gærdag voru fimm manns teknir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók mældist á 152 km hraða þar sem Reykjanesbrautin liggur um Strandarheiði en þar er 90 km hámarkshraði.

Þá voru sjö teknir á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur um kvöldið. Sá er ók hraðast ók á 146 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. 

Loks var tilkynnt um minniháttar umferðaróhapp sem átti sér stað á Suðurgötu. Tjón á ökutækjum var óverulegt

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024