Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölgun nemenda í Grunnskóla Grindavíkur
Mánudagur 8. nóvember 2004 kl. 14:49

Fjölgun nemenda í Grunnskóla Grindavíkur

Nemendum hefur fjölgað talsvert í Grunnskóla Grindavíkur á yfirstandandi skólaári og nú þegar verkfalli var aflýst kom í ljós að 9 nýjir nemendur höfðu verið innritaðir í skólann. Er Grunnskóli Grindavíkur þar með orðinn næstfjölmennasti grunnskólinn á Suðurnesjum.
„Við erum mjög ánægð að fá þessa nýju nemendur í skólann,“ sagði Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn á dögunum. 
„Fjöldinn varð mestur 455 nemendur nú fyrr í haust og er það mesti fjöldi í sögu skólans en fólk virðist vera mikið á faraldsfæti því fjölskyldur flytja líka í úr bænum og er fjöldi nemenda núna 449. Það hefði verið gaman að halda okkur yfir 450 nemendum en við sjáum líka fram á að nemendum muni fjölga enn meira miðað við þær innritanir sem komnar eru fram. Gert er ráð fyrir að 1. bekkur í haust verði þrískiptur, þ.e. ef fólk tekur ekki upp á því flytja í burtu umfram þá sem flytja til bæjarins,“  sagði Gunnlaugur í samtali við Víkurfréttir. 

Myndir: Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur. VF-ljósmyndir/ÞGK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024