Fimmtudagur 6. janúar 2000 kl. 13:41
FJÖLGUN Í REYKJANESBÆ
Íbúafjöldi í Reykjanesbæ er nú rúmlega tíu þúsund, þar af 5382 karlmenn og 5221 kona. Fjölgun íbúa frá árinu 1998 er því 164 eða 1,57%. Fjölgun á öllum Suðurnesjum á milli ára er örlítið minni eða 1,4%. Þetta kemur fram í mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands frá 1. desember 1999.