Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjölgun í íþrótta- og leikjaskólanum
Mánudagur 18. október 2004 kl. 13:44

Fjölgun í íþrótta- og leikjaskólanum

Þátttakendum í íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur fjölgaði nokkuð í sumar en nýtt fyrirkomulag fól í sér að rekstur slíkra skóla var sameinaður á milli íþróttafélaganna og tók UMFN að sér rekstur knattspyrnuskóla.
Alls sóttu 160 börn íþrótta- og leikjaskólann í sumar en árið áður voru þátttakendur 144.
Leiðbeinendur ásamt skólastjóra voru þrír í fullu starfi. Sér til aðstoðar höfðu leiðbeinendur unglinga frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar en að mati umsjónarmans skólans er þátttaka þeirra nauðsynleg til þess að minnka álag á leiðbeinendur.

Á dagskrá var m.a. gönguferðir, ratleikur, hjólreiðaferð, fjársjóðsleit og gróðursetning. Að auki var farið í sund og skólagólf og haldinn fjölþrautardagur. Einnig var bátasafnið í Duushúsum skoðað, farið í keilu á Keflavíkurflugvelli og hverju námskeiði lauk með grillveislu þar sem foreldrar voru boðnir velkomnir.

Þegar börnin útskrifast úr íþrótta- og leikjaskólanum fá þau í hendur viðurkenningarskjal sem sýnir árangur þeirra í einstökum greinum. Þeir sem hafa verið í íþrótta- og leikjasjólanum áður geta borið árangur sinn saman milli ára.

Íþrótta- og leikjaskólinn er ætlaður börnum á aldrinum 6 - 12 ára. Hlutfall milli drengja og stúlkna er svo til það sama í íþrótta- og leikjaskólanum og er ljóst að mati umsjónarmans að þar hefur skapast vettvangur sem nýtur svipaðra vinsælda hjá báðum kynjum. Í sumar var hlutfall drengja 38% og stúlkna 52% en sl. sumar var hlutfall drengja 51% og stúlkna 49%. Flestir þátttakendur eru fæddir árið 1997 þ.e. 7 ára börn. þar á eftir koma börn sem fætt eru 1996 og 1995. Þátttaka er minnst hjá börnum sem fædd eru 1994 og 1993 þ.e. eftir því sem þau eru eldri.

Fjöldi drengja eykst eftir því sem þeir eru yngri og telja umsjónarmenn skólans að drengir fari frekar á fótbolta- og reiðnámskeið og í kofabyggð eftir því sem þeir eldast.

Helstu samstarfsaðilar voru Sundmiðstöð Keflavíkur, Íþróttahúsið við Sunnubraut, Vinnuskóli Reykjanesbæjar, Vífilfell, Nýja Bakarí, Stapafell, SBK og Menningar-, íþrótta-og tómstundasvið Reykjanesbæjar sem gerði samning við félagið um rekstur íþrótta- og leikjaskólans.
Tekið af vef Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024