Fjölgun gistinótta um 8% milli ára
Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði úr 123.900 í 133.700 í júnímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Aukningin nemur tæpum 8% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum.
Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinætur fóru úr 12.100 í 14.100 á milli ára.
Aukninguna má rekja bæði til Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% og útlendinga um 5%. Ennfremur jókst gistirými á milli ára í mánuðinum. Fjöldi herbergja fór úr 3.721 í 3.791 og fjöldi rúma úr 7.563 í 7.640.
Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinætur fóru úr 12.100 í 14.100 á milli ára.
Aukninguna má rekja bæði til Íslendinga og útlendinga en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22% og útlendinga um 5%. Ennfremur jókst gistirými á milli ára í mánuðinum. Fjöldi herbergja fór úr 3.721 í 3.791 og fjöldi rúma úr 7.563 í 7.640.