Fjölgun gistinátta á Suðurnesjum 37%
Gistinætur á hótelum á Suðurnesjum í mars síðastliðnum voru 13.553 og er það 37 prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Frá apríl 2014 og fram til mars 2015 voru gistinætur á Suðurnesjum samtals 115.569 en á sama tímabili frá 2015 til þessa árs voru þær 145.193 og er fjölgunin því 26 prósent á milli ára. Með í talningunni eru eingöngu gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið.
Töluverð aukning var á gistinóttum um allt land, sé tekið mið af marsmánuði nú og í fyrra. Mest varð aukningin á Norður- og Austurlandi, 71 prósent á báðum stöðum.