Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ágúst
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 17% í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 189 þúsund farþegum árið 2003 í rúmlega 221 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur tæplega 15% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar þó hlutfallslega enn meira eða um rúm 31%.
Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr tæplega 963 þúsund farþegum í rúmlega 1.167 þúsund farþega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um rúmlega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr tæplega 963 þúsund farþegum í rúmlega 1.167 þúsund farþega, að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar.