Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2006
Föstudagur 5. janúar 2007 kl. 10:29

Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2006

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 11% á árinu 2006 miðað við árið 2005, eða úr rétt tæpum 1.817þúsund farþegum í rúma 2.019 þúsund farþega. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum 15% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fækkaði um tæp 7%. 

Þetta er í samræmi við farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar gerði í upphafi árs 2005. Spáð er um 6% fjölgun árið 2007 og að árið 2015 verði farþegafjöldinn kominn vel yfir þrjár milljónir, sem jafngildir tvöföldun á einum áratug. Skipulagssérfræðingar BAA horfa til ýmissa þátta sem áhrif hafa svo sem hagvaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðssóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks.

Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda er unnið að stækkun flugstöðvarinnar en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir 20 ára vígsluafmæli flugstöðvarinnar þann 14. apríl 2007.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024