Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2005
 Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 11% á árinu 2005 miðað við árið 2004, eða úr rétt rúmum 1.637 þúsund farþegum í tæpa 1.817 þúsund farþega.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum 11% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um 13%.
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um 11% á árinu 2005 miðað við árið 2004, eða úr rétt rúmum 1.637 þúsund farþegum í tæpa 1.817 þúsund farþega.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum 11% milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um 13%. 
Þetta er í samræmi við farþegaspá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar gerði í upphafi árs 2005. Í þeirri spá er jafnframt gert ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Skipulagssérfræðingar BAA horfa til ýmissa þátta sem áhrif hafa svo sem hagvaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðssóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks.
Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda verður flugstöðin stækkuð umtalsvert. Verkið, sem verður framkvæmt í tveimur áföngum, er þegar hafið og áætlað að því ljúki vorið 2007. Gert er ráð fyrir að fjárfesta hátt í 5 milljarða króna, að meðtöldum tækjum og búnaði á þessum tíma.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				